Bílaverkstæði Hölds og bílaverkstæði Norðurlands sameina krafta sína.
Bílaverkstæði Hölds og bílaverkstæði Norðurlands sameina krafta sína.
Höldur hefur keypt rekstur Bílaverkstæðis Norðurlands (BN) á Akureyri og mun starfsemi BN flytjast á Þjónustuverkstæði Hölds að Þórsstíg 4 á Akureyri þann 8. júní næstkomandi. Þar verða kraftar 7 starfsmanna BN sameinaðir kröftum 22 starfsmanna Hölds sem eru þar fyrir og mynda eina sterka heild á einu best útbúna og glæsilegasta verkstæði landsins.
Framkvæmdastjóri BN, Jón Skjöldur Karlsson mun taka við starfi þjónustustjóra Bifreiðaverkstæðis Hölds og verður þar með nýr yfirmaður verkstæðisins.
Bílaverkstæði Norðurlands hefur meðal annars þjónustað öll merkin frá BL ásamt nokkrum merkjum frá Brimborg.
Höldur er umboðs og þjónustuaðili fyrir Heklu og Öskju á Norðurlandi og þjónustar merki þeirra umboða á svæðinu auk þess sem þar er rekið eitt glæsilegasta réttingar- og sprautuverkstæði landsins.
Við bindum miklar vonir við tilkomu Jóns Skjaldar og hans manna til okkar á Þórsstíg 4. Þekking og reynsla Jóns Skjaldar sem framkvæmdastjóra BN mun klárlega nýtast mjög vel í nýju starfi, á sama tíma og þekking og reynsla annarra starfsmanna BN sem nú flytjast til Hölds mun nýtast mjög vel við að þjónusta viðskiptavini félagsins og umboðsaðila þess sem allra best.